Þar sem trait approach skoðar eðlisþætti leiðtoga lítur style approach á hegðun þeirra. Nálgunin skoðar hvað leiðtogar gera og hvernig þeir koma fram. Rannsakendur sem kannað hafa nálgunina telja að forysta sé samsett af tveimur megin hegðunartegundum: Aðgerðahegðun (e. task behaviors) og tengslahegðun (e. relationship behaviors). Aðgerðahegðun auðveldar fólki að ná markmiðum sínum þar sem tengslahegðun hins vegar auðveldar undirmönnum að vera ánægðir með sjálfa sig, hver með annan og með aðstæður sínar almennt. Megin tilgangur nálgunarinnar er að skýra hvernig leiðtogar, í viðleitni sinni til að ná markmiðum sínum, sameina þessar tvær tegundir hegðunar til að hafa áhrif á undirmenn.
Ákvörðun um hvernig leiðtogar best blanda saman aðgerða- og tengslahegðun hefur verið megin verkefni rannsakenda varðandi nálgunina. Er stíllinn kom fyrst fram markaði hann meiri háttar umskipti í rannsóknum á leiðtoganum og eru í dag til margar rannsóknir sem styðja megin innihald hans. Nálgunin er leiðbeinandi og geta leiðtogar metið aðgerðir sínar og ákveðið hverju þeir vilja breyta til að bæta leiðtogastíl sinn.
Rannsóknum á stílum hefur ekki tekist að sýna óyggjandi hvernig stílar leiðtoga tengjast árangri. Líkt og var með trait approach nálgunina sem tókst ekki að greina endanlega persónueðlisþætti leiðtoga, hefur style approach ekki getað greint alþjóðlega hegðun sem er tengd árangursríkri forystu. Ákveðnar aðstæður geta kallað á mismunandi leiðtogastíla. Þannig geta sumar aðstæður verið flóknar og kallað á háa aðgerðahegðun og aðrar geta verið einfaldar og kallað á stuðningshegðun. Style approach nær til nánast allst þess sem leiðtogar gera og er nálgunin notuð sem fyrirmynd af mörgum þjálfunar og þróunarfyrirtækjum til að kenna stjórnendum að bæta eigin frammistöðu og framleiðni fyrirtækjanna.